Baugur á í viðræðum við bandaríska leikfangafélagið Build-a-Bear, sem hefur sýnt áhuga á að kaupa breska leikfangafyrirtækið Bear Factory, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Bear Factory fylgdi með 59 milljón punda yfirtöku Baugs á bresku leikfangaversluninni Hamleys. Bandaríska félagið hefur áhuga á að sameina Bear Factory og Build-a-Bear-vörumerkið.

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins segja að Baugur hafi fengið fyrirspurn frá bandaríska félaginu en taka fram að viðræðurnar muni ekki endilega verða til þess að Bear Factory-vörumerkið verði selt. Hins vegar skoðar Baugur öll tækifæri sem gefast.

Baugur, ásamt Pálma Haraldssyni og fleiri íslenskum fyrirtækjum eiga í yfirtökuviðræðum við bresku te- og kaffikeðjun Whittard og er væntanlegt kaupverð í kringum 2,5 milljarðar króna, eða rúmlega 20 milljónir punda. Áætlað er að sameina Whittard heilsumatvörukeðjunni Julian Graves.