Fjölmenni var við opnun á nýrri Karen Millen-verslun á Prince Street í SoH í New York á þriðjudagskvöld, en opnunin á að marka frekari landvinninga fyrir búðir keðjunnar í Bandaríkjunum, en þær eru nú alls átta talsins. Meðal annars í Boston, San Francisco, Dallas og Los Angeles.

Karen Millen er í eigu Mosaic Fashions, sem er í meirihlutaeigu Baugs Group, Kaupþings og stofnenda Karen Millen, þeirra Karen Millen og Kevin Stanfords.

Karen Millen var sjálf viðstödd opnunina og heilsaði upp á fjölmiðla og aðra gesti, en þar á meðal voru t.d. leikkonana Mary Lousie Parker, sem hlotið hefur Golden Globe og Emmy-verðlaunin fyrir leik sinn í þáttum á borð við Weeds, og fjöldi kunnuglegra andlita úr samkvæmis- og tískuheiminum í New York.

Karen Millen starfrækir í dag 64 sjálfstæðar verslanir og 27 aðrar verslanir á Bretlandi og Írlandi. Að auki rekur fyrirtækið 16 eigin verslanir og 35 sérleyfisverslanir í 23 öðrum löndum.