Baugur, eigandi bresku tískuvöruverslunarkeðjunnar MK One, hefur ráðið Dominic Galvin til að stýra fyrirtækinu, segir í frétt fagtímaritsins Drapers Record.

Les Johnston, fyrrverandi forstjóri MK One, sagði starfinu lausu í maí. Galvin starfaði áður hjá írsku matvöruverslunarkeðjunni Superquinn. Þar áður starfaði hann sem þróunarstjóri Foot Locker Europe.

Baugur, sem keypti fyrirtækið fyrir 44 milljónir punda árið 2004, neitaði að tjá sig um ráðninguna við blaðamann Drapers Record. MK One rekur 176 verslanir á Bretlandi.