Eigendur byggingavöruverslunarinnar Bauhaus auglýsa eftir nýjum rekstrarstjóra fyrir verslunina hér á landi um helgina. Umsóknarfrestur er til 20. október næstkomandi en þá verður liðinn rétt rúmur mánuður síðan Elmar Örn Guðmundsson sagði upp sem rekstrarstjóri. Það gerði hann um miðjan september.

Þótt Bauhaus sé þýskt fyrirtæki þá er versluninni hér á landi stýrt frá Danmörku og er hún rekin sem ein af verslununum þar.

Elmar vann í um tvö ár hjá Bauhaus. Hann sat hins vegar ekki lengi sem rekstrarstjóri. Hann komað stofnun verslunarinnar hér á landi árið 2011 og tók við af Halldór Óskari Sigurðssyni í apríl síðastliðnum. VB.is sagði Elmar hafa átt í launadeilu við yfirmenn Bauhaus í Danmörku og sagði því upp.