Fyrsta verk Bjarna Benendiktssonar, fjármálaráðherra, þegar hann kemur til landsins verður að ræða við Sigmund Davíð Gunnlaugssons, forsætisráðherra.

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann að niðurstaða funda sjálfstæðisflokksins sé að þingmenn bíði eftir því að Bjarni komi heim og ræði við forsætisráðherra. Næstu skref verða síðan ráðin í framhaldinu.

Bjarni segir að þingmenn skynji að þungt hljóð sé í fólki eftir umfjöllun um Panamaskjölin og tengsl íslenskra ráðamanna við skattaskjól. Hann segir þingmenn flokksins vera að leggja mat á stöðuna og að hann ætli ekki að draga fjöður yfir að þessi staða sé mjög þung fyrir ríkisstjórnina.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið þöglir að undanförnu en þó er ljóst aðþeir telja að mjög hafi fjarað undan forsætisráðherra, ekki síst innan Framsóknarflokksins.