Gögn með upplýsingum um skattaundanskot Íslendinga hafa ekki enn verið enn afhent. Embætti skattrannsóknarstjóra bíður eftir frekari upplýsingum frá seljanda svo hægt sé að greiða fyrir þau. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Gögnin eiga rætur sínar að rekja til Lúxemborgar og fer seljandinn fram á 150 milljónir fyrir gögnin í heild.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir ákveðnar upplýsingar vanta frá seljanda svo hægt sé að ganga frá greiðslunni. Hún gerir þó ekki ráð fyrir öðru en að upplýsingarnar skili sér og þar með gögnin.