Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir nýja fjármálaáætlun fyrir 2025-2029 á blaðamannafundi sem hefst kl. 9:00.

Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í fyrir rúmum mánuði er áætlað að tekjuhalli ríkissjóðs hafi verið um 55 milljarðar í fyrra, eða sem nemur 1,3% af vergri landsframleiðslu. Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs árið 2023 afi verið um 1.352 milljarðar króna og að heildarútgjöld ríkissjóðs hafi verið 1.407 milljarðar króna.

Heildarskuldir ríkissjóðs að meðtöldum almannatryggingum voru áætlaðar um 3.536 milljarðar króna í lok árs 2023 eða um 82,6% af landsframleiðslu.