Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að stýrivextir yrðu óbreyttir í 1%. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er spáð 7% samdrætti á þessu ári og 10% atvinnuleysi í lok ársins. Það er þó minni samdráttur en gert var ráð fyrir í maí vegna meiri einkaneyslu í vor og sumar en áður var gert ráð fyrir. Samkvæmt spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að verðbólga verði nálægt 3%.

Seðlabankinn mun útskýra vaxtaákvörðunina og efni peningamála ásamt því að svara spurningum á fundi sem hefst klukkan 10 og fylgjast má með í spilaranum hér að neðan.

Fundinum lauk kl. 10.57