Félagsmenn veiðifélaga munu ekki bera persónulega ábyrgð á fjárskuldbindingum félagsins samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem kveður á um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði.

„Í ljósi skylduaðildar að veiðifélögum er talið nauðsynlegt að kveða skýrt á um þessi efni í lögunum þar sem ákvæði gildandi laga eru ekki talin nægjanlega skýr hvað þetta varðar, þ.e. hvort eða hvaða ábyrgð einstakir félagsmenn geta borið á skuldbindingum sem stofnað er til vegna starfsemi veiðifélaga,“ segir í umsögn um frumvarpið.

Í álitsgerð sem unnin var fyrir Landssamband veiðifélaga komu fram þau sjónarmið að félagsmenn kynnu að bera ábyrgð á fjárskuldbindingum félagsins. Með frumvarpinu eru sem sagt tekin af öll tvímæli um að þeir beri þessa ábyrgð. Samkvæmt því verður ekki hægt að ganga að öðrum eignum félagsmanns til greiðslu á fjárskuldbindingum veiðifélags en eignarhlut hans í skráðum eignum veiðifélags.