Bergur Elías Ágústsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra SSNV frá síðustu áramótum, mun láta af störfum um næstu mánaðarmót og fara til starfa hjá þýska fyrirtækinu PCC, sem stendur að uppbyggingu kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík. Feykir greinir frá þessu.

„Vissulega verður það með ákveðnum trega, enda hefur verið ánægjulegt að vinna með starfsfólki SSNV og stjórn samtakanna,” segir Bergur Elías í samtali við Feyki. „En stundum er það þannig í lífinu að maður færi á borð sitt áhugaverð tækifæri og þá þarf maður að hrökkva eða stökkva.”