*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 8. maí 2019 08:48

Berjaya kaupir Icelandair Hotels

Malasíska félagið Berjaya, stofnað af Vincent Tan, mun að sögn kaupa 80% hlut í Icelandair Hotels.

Ritstjórn
Vincent Tan hefur líklega vakið hvað mesta athygli á vesturlöndum sem eigandi fótboltafélagsins Cardiff City.
epa

Samningar um kaup félags í eigu hins malasíska Berjaya Corporation á 80% hlut í Icelandair Hotels eru nú á lokametrunum, samkvæmt frétt mbl.is í morgun.

Fimmtungshluturinn sem eftir stendur er sagður verða áfram í eigu Icelandair Group, en félagið setti hótelkeðjuna í söluferli í fyrra.

Berjaya er skráð félag í Malasíu, en stofnandi þess, hinn 67 ára gamli malasíski auðkýfingur Vincent Tan, á um 23% í félaginu. Tan á einnig velska knattspyrnuliðið Cardiff City sem Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði leikur með.

Samsteypan stundar meðal annars fjárfestingar, fasteignaviðskipti og framleiðslu og sölu neysluvara, auk þess að reka hótel, happdrætti, fjarskipta- og upplýsingatækni, og margt fleira.