Silvio Berlusconi hefur sagt að verði hann kosinn forsætisráðherra muni hann beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að flugfélagið France-KLM kaupi ítalska flugfélagið Alitalia .

Fráfarandi ríkisstjórn Ítalíu hefur þegar samþykkt kaupin, en fyrirtækið hefur sagst munu hætta við söluna ef ný ríkisstjórn leggst gegn henni. Kosningar á Ítalíu eru í apríl.

Berlusconi segir þessa andstöðu sína við samninginn ekki vera vegna þess að hann hafi eitthvað á móti Frökkum. Hann telur þetta bara vera óhagstæðan samning.