Umræðan snýst ekki lengur um hvort samdráttarskeið sé runnið upp í bandaríska hagkerfinu heldur hversu djúpstæð og viðvarandi efnahagslægðin verður. Meginspurningin er hvort að meiriháttar björgunaraðgerðir bandaríska seðlabankans dugi til þess að afstýra djúpri niðursveiflu eða leiði aðeins til þess að verðbólguvofan gangi ljósum logum um hagkerfi í samdrætti.

Það er ekki ofsögum sagt að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sé staddur milli stafs og hurðar í starfi sínu. Hagtölur benda sterklega til þess að samdráttarskeið sé hafið í bandaríska hagkerfinu og á sama tíma ríkir djúpstæð lánsfjárkreppa á fjármálamörkuðum sem hefur neikvæð keðjuverkandi áhrif út um allt hagkerfið.

Ástandið er bæði margrætt og flókið og ekki bætir úr skák að undirliggjandi verðbólguþrýstingur takmarkar mjög þau úrræði sem hægt er að beita í gegnum peningamálastefnuna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .