Öngþveitið sem ríkir á lánamörkuðum er gríðarleg ógn við hagkerfi Bandaríkjanna.

Þetta er mat Ben Bernanke, seðlabankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna. Benranke telur m.a. að skoða þurfi frekari vaxtalækkanir.

Fréttavefur Reuters fréttaveitunnar hefur eftir Bernanke að það kunni að taka okkurn tíma að koma aftur á eðlilegu lánsfjárstreymi og að seðlabankinn muni reyna hið ýtrasta til þess að berjast gegn kreppunni.

Skortur á lausafé komi illa niður á rekstri bæði fyrirtækja og heimila og komi í veg fyrir hagvöxt segir Bernanke.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um hálft prósent í síðustu viku. Þær aðgerðir voru í samræmi við það sem seðlabankar víðs vegar í heiminum hafa verið að gera.