Ben Bernanke, fyrrverandi seðlabankastjóri, varð fyrst þekktur vegna skrifa sinna um kreppuna miklu sem hófst 1929. Núna er hann með í bígerð bókaskrif um það hvernig hann sjálfur brást við efnahagssamdrættinum sem hófst á árunum 2007-2008. Slík skrif verða, eðli málsins samkvæmt, varnarræða. „Ég vil útskýra fyrir fólki að það sem við gerðum var það rétta í stöðunni og láta reyna á hollustu mína við Bandaríkin,“ sagði Bernanke og hló í samtali við Associated Press fréttastofuna á mánudag.

Bernanke hefur verið gagnrýnd fyrir margvíslegar aðgerðir sem Seðlabanki Bandaríkjanna greip til í kreppunni. Hann sagði við AP fréttastofuna að pólitískt umhverfi gæti verið mjög fjandsamlegt. Til dæmis þegar Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, hefði kallað hann svikara þegar forval Repúblikana fyrir forsetakosningarnar fór fram.

Meira um málið í Los Angeles Times.