Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar eftir skatta árið 2019 var 2.067 milljónir króna samanborið við 700 milljónir árið 2018. Hagnaður jókst því mikið milli ára en 2019 er besta ár í sögu félagsins. Samþykkt var að greiða 20% arð til hluthafa eða 140 milljónir. Aðalfundur félagsins fór fram 16. júní síðastliðinn.

Tekjur LVF voru 12.816 milljónir sem er 8% aukning frá fyrra ári. Tekjur að frádregnum eigin afla voru 10.447 milljónir. Veltufé frá rekstri var 2.678 milljónir á móti 1.533 milljónir 2018.

Eigið fé félagsins í árslok 2019 var 9.918 milljónir sem er 52% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut.