Álrisinn Alcoa birti í gær mjög jákvæðar uppgjörstölur fyrir fyrsta fjórðung þessa árs, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Hagnaður af reglulegri starfsemi fjórðungsins nam 45,6 milljörðum króna og er það talsvert yfir væntingum sérfræðinga.

Þetta er besta fjórðungsuppgjör Alcoa, bæði hvað varðar hagnað og tekjur, en tekjur námu 534,3 milljarða á fjórðungnum sem er 16% hækkun frá sama ársfjórðungi 2005.

Til samanburðar nam hagnaður sama ársfjórðungs síðasta árs um 19,3 milljörðum króna.

Ástæðu þessa góða árangurs má meðal annars rekja til hás markaðsverðs á málmum og mikillar eftirspurnar hefur greiningardeild Landsbankans eftir talsmönnum Alcoa.

Þá segja þeir að nú sé farið að hægja á þeirri kostnaðaraukningu aðfanga sem hefur átt sér stað undanfarið og félagið er nú að byggja upp birgðir í verksmiðjum sínum í Bandaríkjunum.

Er þetta gert vegna möguleika á verkstöðvun í næsta mánuði en þá renna núverandi launasamningar út. Meðal núverandi verkefna Alcoa eru að byggja álverið á Reyðarfirði sem verður komið í notkun á fyrri hluta næsta árs.

Gengi bréfa í Alcoa hefur hækkað undanfarið og stendur nú í um 34,8 dollara á hlut