Þétt var setið á morgunverðarfundi um góða stjórnarhætti og kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja í síðustu viku. Það voru Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Kauphöllin, Félag kvenna í atvinnurekstri og fleiri sem stóðu fyrir fundinum. Þar ræddu nokkrir framsögumenn um leiðir til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja fyrir næsta ár þegar lög taka gildi sem kveða á um að hlutfall hvors kyns skuli aldrei vera lægra en 40% í stjórnum stærri fyrirtækja.

Elín Jónsdóttir, fyrrverandi forstjóri Bankasýslu ríkisins, greindi frá þeirri leið sem Bankasýslan fór þegar hún leitaði eftir stjórnarmönnum og varamönnum þeirra í stjórnum sparisjóða sem fallið höfðu í faðm hins opinbera.

Leiðin fólst m.a. í því að opna skráningarglugga á heimasíðu Bankasýslunnar þar sem auglýst var eftir áhugasömum umsækjendum. Í gegnum gluggann sendu rúmlega 200 manns upplýsingar um sig. Þar af voru 30% umsækjenda konur. Eftir það mat valnefnd umsækjendur og réð hún stjórnarmenn.

Þetta fyrirkomulag sagði Elín hafa tryggt fagleg vinnubrögð við val á stjórnarmönnum. Hún benti jafnframt á leiðir til að finna hæfar konur til setu í stjórnum fyrirtækja. Besta ráðið sé að leita til kvenna enda hafi þær almennt breiðara tengslanet á meðal kynsystra sinna en karlar og viðurkenni þær frekar en þeir hæfni og hæfileika annarra kvenna.

Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
© BIG (VB MYND/BIG)
 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, og Hafdís Jónsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri.

Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
© BIG (VB MYND/BIG)
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fylgdist einbeitt með á morgunverðarfundinum.

Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
© BIG (VB MYND/BIG)

Jónína Bjartmarz var ein fjölmargra kvenna á þéttsetnum fundinum.

Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
© BIG (VB MYND/BIG)
 Ræðumenn og aðrir þátttakendur á fundi Viðskiptaráðs og fleiri sem að fundinum stóðu.

Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
© BIG (VB MYND/BIG)


Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sem hefur nokkrum sinnum birt leiðbeiningar um góða stjórnarhætti.

Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
© BIG (VB MYND/BIG)

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.

Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
Viðskiptaráð Íslands - Morgunfundur 08.03.12
© BIG (VB MYND/BIG)
Þétt varsetið á fundinum sem fjallaði bæði um kynjakvóta, ráðningu stjórnarmanna og góða stjórnarhætti í fyrirtækjum.