Besta fjárfestingin í hrávöru að mati bandaríska viðskiptatímaritsins Businessweek er hveiti. Hveiti hækkaði í verði um 24% á árinu.

Bestu hlutabréfakaupin meðal stórra félaga í Bandaríkjunum reyndust vera hlutbréf lyfjafyrirtækisins Regeneron Pharmaceuticals, sem hækkuðu um 224% á árinu.

Besta fjárfestingin í hlutabréfum í heiminum reyndist vera stærsti indverski drykkjavöruframleiðandinn, United Spirits, sem framleiðir m.a. vískí. Hlutabréf félagsins hækkuðu um 283% á árinu. Hækkunina má rekja til kaupa Diageo áfengisframleiðandans, sem framleiðir m.a. Johnnie Walker og Guinness, á meirihluta hlutafjár félagsins.