Fatahönnuðir ættu ekki að sækjast eftir hugverkavernd á hönnun sína heldur að einbeita sér að frumleika. Þetta segir Johanna Blakley, sérfræðingur hjá Norman Lear Center, en hún hefur mikið fjallað um hugverkavernd og bent á hversu ólíkur tískuheimurinn er skemmtanaiðnaði.

Það er ekki litið á fatnað sem list í Bandaríkjunum þar sem notagildi hans er annað. Því er auðvelt að gera eftirlíkingar, segir Blakley. Því þurfa tískuhönnuðir að vera skrefinu á undan og vera mjög frumlegir. Þeir þurfa að búa til sín vörumerki og sérhæfa sig þannig að viðskiptavinir kjósi að velja þeirra hönnun.

„Ég held að fólk gleymi því að þótt það sé jákvætt að eiga hönnunina sem maður býr til þýðir það um leið að aðrir eiga líka það sem þeir búa til. Ef þú síðan óvart notar hluta hönnunar sem aðrir hafa eignað sér geturðu lent í lagalegum vandræðum. Það er því opnara kerfi þegar allir mega allt, því enginn á neitt.”

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .