Jeff Bezos, forstjóri Amazon, hefur selt milljón hluti í Amazon í ágústmánuði fyrir ríflega 3,1 milljarð dollara, andvirði 420 milljarða króna. Bezos hefur því selt fyrir um 7,2 milljarða dollara það sem af er ári, tæplega 980 milljarðar króna.

Forstjórinn hefur áður tilkynnt hann hyggst selja hluti í Amazon til að fjármagna eldflaugafyrirtækið sitt Blue Origin. Umfjöllun á vef Yahoo.

Sjá einnig: Bezos mætir fyrir þingnefnd

Jeff Bezos á enn um 54 milljón hluti í Amazon. Miðað við núverandi markaðsvirði félagsins eru hlutir hans metnir á um 173 milljarða dollara en heildareignir Bezos eru metnar á um 190 milljarða dollara.

Mest lækkaði virði eigna Bezos við skilnað fyrrverandi konu sinnar, MacKenzie Scott sem fékk þá um 4% hlut í Amazon. Sá hlutur er nú virði um 61 milljarð dollara sem gerir hana að 13. ríkustu manneskju heims.