Bankastjórn bandaríska seðlabankans bíður nú eftir því að efnahagslífið komist á rétt ról í kjölfar fjár- og skuldakreppunnar svo bankinn geti hætt að styðja við efnahagslífið. Þetta fullyrðir bandaríska dagblaðið The New York Times í kjölfar vaxtaákvörðunar seðlabankans í gær en þá var stýrivöxtum haldið óbreyttum í um 0%.

IFS Greining sagði í Morgunpósti sínum í morgun seðlabankan vilja halda stýrivöxtum sínum nálægt núlli eins lengi og hægt er svo framarlega sem atvinnuleysi er yfir 6,5% og verðbólguvæntingar verða ekki hærri en 2,5%. Þá mun bankinn jafnframt halda áfram að kaup skuldabréf fyrir 85 milljarða dala í hverjum mánuði.

Í umfjöllun The New York Times segir að frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans hafi engar vísbendingar komið fram vestanhafs sem bentu til þess að staðan sé að batna í efnahagslífinu. Af þeim sökum verði áfram stutt við efnahagslífið með kaupum á ríkisskuldabréfum og öðrum veðum frá bönkum og fjármálafyrirtækjum.