*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 11. janúar 2008 15:25

Bílaleigan ALP kaupir 430 bíla hjá Ingvari Helgasyni

Ritstjórn

Í hádeginu í dag var undirritaði samningur í milli Ingvars Helgasonar og ALP bílaleigunnarr um kaup og sölu á 431 bíl. Samningur þessi er að andvirði rúmlega einn  milljarður segir í tilkynningu IH. Skiptingin milli einstakra tegunda sem bílaleigan kaupir er 160 Nissan bílar, 150 Subaru bílar og 121 Opel.

Í frétt frá Ingvari Helgasyni kemur fram að starfsfólk Ingvars Helgasonar ehf. hefur á undanförnum árum unnið stöðugt í því að bæta þjónustu við viðskiptavini sína til þess að vera í stakk búið að taka við nýjum viðskiptavinum eins og t.a.m. bílaleigum sem gera miklar kröfur.

Þjónustudeild Ingvars Helgasonar er með nýtt  verkstæði sem er með 30 vinnustöðvar.