Umferð á Íslandi í júlí 2008 var 3,7% minni en á sama tíma í fyrra þegar bornir eru saman 14 talningarstaðir Vegagerðarinnar um land allt. Í júlí 2007 jókst umferð hins vegar um 7,5% borið saman við árið 2006.

Í júní þessa árs var umferð 5,6% minni en í sama mánuði ársins 2007.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að ákveðið hafi verið að taka saman tölur um þennan samanburð vegna fjölda fyrirspurna frá opinberum aðilum, fjölmiðlum og áhugasömum einstaklingum um þróun umferðar á landinu. Fólk hafi viljað vita hvort áhrifa bensínverðs sé farið að gæta í akstursvenjum fólks.

Umferð á landinu hefur minnkað borið saman við árið á undan í öllum mánuðum frá því í apríl á þessu ári.