Á dögunum birtist í á vef Bloomberg fréttaveitunnar samanburður á verði bókahilla framleiddum af IKEA sem heita BILLY. Hillurnar hafa verið framleiddar í 30 ár og eru til í IKEA verslunum um allan heim.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans spurningar hafa vaknað um hvernig hægt verði að bera saman verðlag á milli Íslands og annarra landa í kjölfar lokunar McDonalds hér á landi.

Eins og kunnugt er hefur tímaritið The Economist birt Big Mac vísitölu sína árlega frá árinu 1986 til að meta kaupmáttarjafnvægi gjaldmiðla og hefur íslenski Big Mac borgarinn jafnan skorað býsna hátt í könnunum, þ.e. hann verið hlutfallslega dýr samanborið við önnur lönd.

Hagfræðideild Landsbankans segir að í samanburðinum sem birtist kom í ljós að Billy bókahillan er tæplega 10% ódýrari á Íslandi, en hún er að meðaltali í þeim löndum sem könnunin náði yfir. Minnst kostar hún í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eða jafnvirði 47,6 Bandaríkjadala en dýrust er hún í Ísrael og kostar hún jafnvirði 103,5 Bandaríkjadala.

Hillan kostaði jafnvirði 54,9 Bandaríkjadala á Íslandi þegar verðkönnunin fór fram. Verðunum var safnað á tímabilinu 5-7. september sl. en miðað var við meðalgengi Bandaríkjadals síðustu 30 daga til og með 9. september.

Sjá nánar í Hagsjá.