Hvað eigum við að kalla verkefnið,“ er örugglega undanfari þess að ákveðin verkefni fái vinnuheiti til aðgreiningar frá öðrum verkefnum. Í Seðlabankanum vinna Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson að því að undirbúa viðræður við kröfu­hafa bankanna sem vilja fá nauða­ samninga samþykkta án þess að ógna fjármálastöðugleika en um leið fjármagna kosninga­loforð Framsóknarflokksins.

„Bingó“ hefur svarið verið þeg­ar spurningin var borin upp í Seðlabankanum samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Og er ágæt­lega lýsandi fyrir viðhorfið. Gangi þetta allt saman upp, kröfuhafar fái gjaldeyrinn sinn, krónuvand­inn minnki og „hagnaður“ samningsins fjár­magni skuldaleiðréttingu má segja bingó! Þetta er stóri vinningurinn fyrir Framsókn. En kannski ekki skattgreiðendur.

Huginn & Muninn birtist í Viðskiptablaðinu 24. október 2013. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.