Gestir kvikmyndahúsa landsins voru 1.645.404 talsins í fyrra. Þetta er 1,1% samdráttur á milli ára en metaðsókn var í kvikmyndahús á landinu öllu árið 2009.

Fjöldi gesta kvikmyndahúsa á landinu öllu hefur þrívegis farið yfir 1,6 milljónir síðan Hagstofan tók að halda tölur um gestafjölda saman árið 1986. Það var í fyrra, árið 2009 og árið 2002.

Upplýsingar Hagstofunnar má greina eftir því hvort kvikmyndahúsinu eru á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Talsverður munur er á en gestir kvikmyndahúsa á höfuðborgarsvæðinu voru 1,4 milljónir talsins í fyrra á meðan 232.121 fór í bíó á landsbyggðinni.

Miðað við að einn miði í bíó kosti 1.250 krónur má áætla að heildarmiðasala í fyrra hafi numið rétt rúmun tveimur milljörðum króna, eða 2.056.755.000 krónum. Þetta eru áætlaðar tölur og miðast við algengt verð. Miðaverð á þrívíddarmyndir, svo sem á Tinna, er hærra og fer allt  upp í 1.450 krónur.