Hagnaður Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi nam 6,6 milljörðum króna og eigið fé bankans hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2008. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir stöðu bankans vera sterka. Fækka þurfti starfsfólki á öðrum ársfjórðungi en Birna segir það hafa verið óhjákvæmilegt þegar launakostnaður er stór hluti af heildarkostnaði bankans.

VB Sjónvarp ræddi við Birnu.