Stafræni gjaldmiðillinn Bitcoin hefur verið í miklum styrkingarfasa undanfarna mánuði og braut nýlega 1000 dala múrinn. Gengi rafmyntarinnar hefur því ekki verið jafn hátt síðan í lok ársins 2013.

Á miðvikudaginn náði gjaldmiðillinn nýjum hæðum, en í dag féll hann skyndilega um allt að 23%. Lækkanirnar má líklegast rekja til þess að spákaupmenn séu að taka til sín hagnað.

Bitcoin virðist einnig sveiflast mikið með fréttum frá Asíu. Kínverjar hafa til að mynda verið að nýta sér rafmyntina, til þess að koma pening undan, en höft þar í landi gera fólki erfitt fyrir, sem vill kaupa gjaldeyri.