Þrátt fyrir að ekki liggi ljóst fyrir hverju nákvæmlega bandaríski seðlabankinn hafi verið afstýra með björgunaraðgerðinni á Bear Stearns telja flestir einsýnt að þar hafi eitthvað alvarlegt verið á ferð. Hins vegar óttast margir fordæmið sem hefur skapast með aðgerðunum, sem þykja hafa umbreytt hlutverki seðlabanka.

Björgun bandaríska seðlabankans á fjárfestingabankanum Bear Stearns er nú þegar orðin afar umdeild þrátt fyrir að ekki sé enn búið að ganga frá kaupum J.P Morgan á honum. Sumir sérfræðingar telja að með björguninni hafi seðlabankinn sent kolröng skilaboð til markaðarins og verðlaunað fífldirfsku fjársturlaðra stjórnenda bankans á meðan aðrir benda á vægi skuldbindinga Bear Stearns á fjármálamarkaði hafi verið slíkar að fall hans hefði valdið kerfislægu hruni á fjármálamörkuðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .