Sjö starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og allir fjórir starfsmenn Reykjavík Energy Invest fá að kaupa hlut í nýju sameinuðu félagi REI og Geysir Green Energy, að sögn Guðmundar Þóroddssonar, sem verður forstóri hins nýja félags, ásamt Ásgeiri Margeirssyni. Bjarni Ármannsson, sem áfram verður stjórnarformaður, hyggst, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins, leggja til einn milljarð til viðbótar í hið nýja, sameinaða félag. Áður hafði hann lagt fram hálfan milljarð í REI, eða um það leyti sem hann réðst þangað til starfa í síðasta mánuði.