Fjárlagafrumvarpið er óraunhæft að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ríkisstjórnina horfa fram hjá útgjaldaliðum, líkt og slæmri stöðu Íbúðalánasjóðs, til að fegra stöðuna. Þá sé enn og aftur verið að hækka skatta á atvinnulífið. Þetta kemur fram á Vísir.is.

Í fréttinni nefnir Bjarni að einnig séu skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu. Í því samhengi nefnir hann gistináttagjaldið, bílaleigur og skatta á orkufyrirtækin. Að hans mati þurfi að fara að greiða niður skuldir og að ótímabært sé að tala fyrir auknum útgjöldum. Því sé frumvarpið óraunhæft.