Icesave-málið snýst um meira en Icesave-reikninga gamla Landsbankans, að sögn Bjarna Benediktsson, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði í sérstökum umræðutíma á Alþingi í dag þar sem farið var yfir niðurstöðu EFTA-dómstólsins ríkisstjórnina hafa pukrast með gagnamöppur fyrstu tveggja Icesave-samninganna. Erfitt hafi verið að fá upplýsingar um þá og hafi stjórnarandstöðunni tekist að koma í veg fyrir að þeir yrðu samþykktir ólesnir. Þriðji samningurinn undir lok árs 2010 var öllu betri enda lágu þá fyrir ítarlegri upplýsingar um stöðu þrotabús gamla Landsbankans.

„Þetta er sigur þjóðar á ofríki ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni og taldi fullseint fyrir ríkisstjórnina að reyna að tefla því fram að málið hafi sameinað þjóðina.