*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 18. nóvember 2013 16:03

Bjarni varð fyrir vonbrigðum með hagvaxtahorfur

Hagvöxtur hér er dæmi um það að fjárfesting er lítil, að mati Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár og næsta ár eins þær birtast og okkur í spám Hagstofunnar eru vonbrigði,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segir hagvaxtarspá Hagstofunnar sýna að efnahagslífið hafi ekki náð alvöru viðspyrnu að nýju eftir kreppuna. 

Fram kemur í þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í síðustu viku að gert er ráð fyrir 2% hagvexti á þessu ári og 2,5% hagvexti á því næsta. 

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, spurði Bjarna út í álit hans á hagvaxtartölum Hagstofunnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þá vakti Steingrímur máls á því að hagvaxtartölurnar hafi versnað eftir því sem liðið hafi á árið.

Bjarni sagði hagspár Hagstofunnar afleiðingu af stöðunni í dag. Leiðin út úr henni sé sú að hvetja til fjárfestingar, vinda ofan af höftunum og skattahækkunum síðustu ríkisstjórnar.

„Ég verð að láta þess getið að dæmið um Helguvík í hagvaxtartölunum er áminnning um það hvað stór fjárfestingarverkefni geta skipt miklu máli. Það er ein leð út úr þessari stöðu,“ sagði Bjarni og lagði þunga áherslu á fjárfestingar sem eina þeirra lykilleiða til að auka hér hagvöxt.