*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Fólk 30. október 2020 13:52

Bjarnþór veitir ráðgjöf hjá M7

Ráðgjafafyrirtækið M7 hefur fengið Bjarnþór Sigurðsson til liðs við sig frá Advania í ráðgjöf og forritun á sviði smásölu.

Ritstjórn
Bjarnþór Sigurðarsson starfaði áður við forritun og ráðgjöf hjá Advania og þar áður hjá Annata.
Aðsend mynd

Bjarnþór Sigurðarson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið M7 ehf., þar sem hann mun sinna ráðgjöf og forritun á sviði smásölu (Retail) í Microsoft Dynamics lausnum.

Bjarnþór er sagður hafa mikla reynslu á sínu sviði sem muni nýtast viðskiptavinum M7 vel í öllu er viðkemur framþróun og hagræðingu í smásölu.

Áður starfaði Bjarnþór hjá Advania í þrjú ár sem forritari og ráðgjafi, þar áður hjá Annata sem forritari í tvö ár. Á milli 2013 og 2014 starfaði hann sem sölumaður hjá Kría hjólum ehf., og þar áður hjá Te og kaffi milli áranna 2007 og 2012.

Bjarnþór útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá HR í tölvunarfræði árið 2015, en hann kláraði Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2002.

„Það er mikill fengur fyrir okkur að hafa fengið Bjarnþór til liðs við okkar góða og reynslu mikla hóp“ er haft eftir Enok Jón Kjartanssyni, forstjóra M7 Ráðgjafafyrirtækis í tilkynningunni.

M7 Ráðgjafafyrirtæki veitir sérfræðiráðgjöf, greiningar á ferlum og forritun í Microsoft Dynamics lausnum.