Neytendur og framleiðendur í Evrópusambandinu (ESB) eru bjartsýnir varðandi efnahagshorfur á árinu. Samkvæmt mánaðarlegri skoðanakönnun ESB sem birtist í gær eru neytendur í þeim þrettán löndum sem hafa evruna sem gjaldmiðil bjartsýnni en áður á efnahagshorfur og hafa minni áhyggjur af því að missa starf sitt.

Breskir neytendur eru aftur á móti svartsýnni en áður varðandi efnahagshorfur þar í landi. Á síðasta ári mældist hagvöxtur á evrusvæðinu sá mesti síðan árið 2000. Einkaneysla í mörgum löndum á hins vegar enn eftir að taka við sér.