Bjartsýni hefur aukist lítillega á evrusvæðinu en væntingavísitala sem Sentix-hópurinn þar mælir hefur hækkað lítillega. Reyndar má segja að dregið hafi úr svartsýninni en vísitalan fór úr -18,8 stigum í nóvember í 16,8 stig í þessum mánuði. Þetta er engu að síður verri niðurstaða en Reuters-fréttastofan bjóst við því meðalspá hennar hljóðaði upp á -16,0 stig.

Reuters-fréttstofan bendir á að stjórnendur í viðskiptalífinu séu eilítið bjartsýnni nú en í fyrri mánuði en vísitalan fór úr -31,3 stigum þá í -31,0 stig nú. Væntingar til næstu mánaða eru hins vegar öllu meiri en vísitalan hvað framtíðina snertir fór úr -5,5 stigum í -1,5 stig.

Reuters segir helstu ástæðuna fyrir minni svartsýni aðgerðir evrópska seðlabankans til að bæta laga skuldakreppuna á evrusvæðinu.