*

föstudagur, 30. október 2020
Innlent 19. maí 2020 14:12

Björgólfur setur meira fé í Rebag

Novator leiddi hóp fjárfesta í 15 milljóna dollara fjármögnun Rebag, endursölumarkaðs á handtöskum.

Ritstjórn
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Aðsend mynd

Novator, félag Björgólfs Thor Bjórgólfsson, leiddi hóp fjárfesta í 15 milljóna dollara fjármögnun fyrirtækisins Rebaag. Rebag er leiðandi vettvangur fyrir kaup og sölu á notuðum hátísku handtöskum. Heildarfjármagn sem nú hefur verið lagt í fyrirtækið, sem stofnað var árið 2014 af Charles Gorra, er um 68 milljónir dollara. 

„Á síðustu árum höfum við orðið vitni að verulegum vaxtartækifærum á endursölumarkaðinum,“ er haft eftir Birgi Ragnarssyni, meðeiganda Novator í grein Forbes. „Ég hef fulla trú á einstakri stöðu Rebag á markaðinum, sérhæfingu þess í lúxusbransanum og háþróaðri hönnun fyrirtækisins. Með því að leiða áfram sókn eftirmarkaðarins myndar Rebag brú milli tækni, lúxus og framtíð smásölunnar.“

Sjá einnig: Björgólfur hrósar stjörnunum

Rebag hyggst nýta hið nýja fjármagn fyrir tækniframfarir líkt og Clair by Rebag, hugbúnaðartól sem gerir fyrirtækinu kleift að verðmeta handtöskur og senda tilboð tafarlaust. Félagið mun einnig halda áfram að styðja við Infinity Exchange þar sem notendur síðunnar geta selt handtöskur sem þeir hafa áður keupt á síðunni gegn inneign. 

Tískuiðnaðurinn á í högg að sækja þessa dagana vegna heimsfaraldursins. Þrátt fyrir það halda neytendur áfram að kaupa á endursölumörkuðum segir Gorra í viðtali við Forbes. Hann segir jafnframt að sölur á handtöskum hafi verið stöðugar bæði frá nýjum notendum og þeim sem fyrir voru.