Björgólfur Thor Björgólfsson hefur skrifað bókina Billions to Bust and Back, en hún mun koma út þann 26. júní. Undirtitill bókarinnar er „How I made, lost and rebuilt a fortune“, eða hvernig ég byggði upp auðævi, tapaði þeim og endurbyggði þau síðan aftur.

Bókin er auglýst á vef Amazon er þar kemur fram að Björgólfur hafi verið fyrsti íslenski milljarðamæringurinn. Þegar hann var 40 ára hafi hann átt sem svarar 3,5 milljörðum Bandaríkjadala, um 400 milljarða króna á núverandi gengi.

Segir að aðeins 250 manns hafi verið efnaðri en hann sjálfur.

Á einu ári hafi Björgólfur tapað 3,3 milljörðum evra eða 98,5 prósent auðs síns og hann hafi verið einn þeirra manna sem kennt var um bankahrunið á Íslandi.

Bókaútgáfan Profile Books  gefur bókina út en Björgólfur skrifar hana ásamt Andrew Cave, blaðamanni á Telegraph.