Ný liggur fyrir áætlun um að bjarga bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns en bankinn mun þiggja fjármagn frá JP Morgan bankanum í 28 daga og seðlabanki New York fylkis mun baktryggja fjármagnið.

Gengi bankans hefur þó hrunið í dag og lækkað um 37% eftir því sem Bloomberg fréttaveitan greinir frá og hefur ekki verið lægra í 10 ár.

Neikvæð áhrif á Wall Street

Fréttir af björgun Bear Stearns hafa þó haft neikvæð áhrif á markaði á Wall Street. Markaðir sýndu grænar tölur við opnum í morgun en það snerist fljótt við og þegar þetta er skrifað hefur Nasdaq lækkað um 1,4%, Dow Jones um 1,3% og S&P 500 um 1,6%.