Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, ætlar ekki að gefa kost á sér í borgarstjórn í næstu kosningum. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, heldur öllum möguleikum opnum. Þetta kom fram á stofnfundi Bjartrar framtíðar í Reykjavík í dag.

Eins og fram kom í máli Jóns Gnarr borgarstjóra mun Besti flokkurinn ekki bjóða fram undir eigin merkjum í sveitastjórnarkosningunum í vor. Fólkið sem hefur starfað með Besta flokknum, að Jóni undanskildum, mun bjóða fram með Bjartri framtíð.

Jón Gnarr mun ekki leiða lista Bjartrar framtíðar og ekkert hefur verið gefið upp um það hver mun leiða listann.