Þremur líkamsræktarstöðvum af 16, sem reknar eru undir nafni Equinox, í Danmörku hefur verið lokað. Að sögn Björns Leifssonar, eiganda keðjanna World Class og Equinox, er þetta gert í hagræðingarskyni en að öðru leyti sagði hann að rekstur Equinox þokkalega.

Í nóvember síðastliðnum var skipt um framkvæmdastjóra og fjármálastjóra Equinox. ,,Við erum með þessu að taka út óhagstæðar stöðvar. Þær voru orðnar gamlar og óhentugar,” sagði Björn. Hann sagði að þeir fengju ágæta aðsókn á stöðvarnar og teldu sig vera í ágætri samkeppnisstöðu.

Í september síðastliðnum var farið af stað með nýtt sölutilboð hjá Equinox sem Björn sagðist binda miklar vonir við. Hann sagði að síðustu fjórir mánuðir hefðu verið reknir með jákvæðri EBITDA-framlegð.

Björn keypti Equinox í lok árs 2006 í samstarfi við Straum Burðarás fjárfestingabanka en keðjan var þá talin leiðandi í Danmörku. Frá því íslenskir fjárfestar komu inn hafa verið opnaðar þrjár stöðvar.