Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram meira en fimmtung fyrirspurna til fjármála- og efnahagsráðuneytisns á síðusta þremur löggjafarþingi, eða tíu talsins. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kostnað við að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna, og þá sérstaklega frá Pírötum.

Leiðrétting 15.40: Í upphaflegri frétt kom fram að um væri að ræða fyrirspurnir til allra ráðuneyta en hið rétta er að hér er aðeins um að ræða svar FJR í téðri frétt. Undirfyrirsögn og meginmáli fréttar hefur verið breytt í samræmi við þetta.

Á árunum 2015–2020 bárust fjármála- og efnahagsráðuneytinu samtals 325 þingfyrirspurnir til skriflegs svars. Hlutfall fyrirspurna frá þingflokki Pírata var um 22% af heildarfyrirspurnum á tímabilinu.

Á yfirstandandi þingi hafa borist sautján fyrirspurnir frá þingflokki Pírata til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Um Þrettán þeirra kröfðust einfaldrar upplýsingaöflunar en aðrar „mun meiri tíma“, meðal annars vegna upplýsingaöflunar frá utanaðkomandi aðilum.

„Er það lauslegt mat ráðuneytisins að vinna við svör við fyrirspurnum þingflokks Pírata á yfirstandandi þingi samsvari um tveggja vikna vinnu sérfræðings í ráðuneytinu en þá er ekki með talinn tími og kostnaður stofnana ráðuneytisins við upplýsingaöflun,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðherra.

Brynjar lagði fram fyrirspurn sína til allra ráðuneytanna þann 18. maí síðastliðinn. Öll ráðuneytin hafa svarað honum, að undanskildum mennta- og menningarmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið.

Svör ráðuneytanna varðandi fyrirspurnir Björns Levís voru með ólíku sniði og því misjafnt hvort um var að ræða hlutfall fyrirspurna á yfirstandandi þingi eða á síðustu fimm árum en hlutfallið var þó ávallt á bilinu 10-47%.

Fyrirspurn Brynjars var svo hljóðandi:

  1. Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár?
  2. Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim?
  3. Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátthlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra?