*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 22. júní 2018 13:21

Bláa lónið malar gull

Bláa lónið hagnaðist um 3,7 milljarða króna á síðasta ári. Veltan jókst um tæplega þriðjung milli ára.

Ritstjórn
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.
Haraldur Guðjónsson

Bláa lónið, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, hagnaðist um 31 milljón evra á síðasta ári eða því sem nemur 3,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hagnaðurinn jókst um tæplega þriðjung milli ára í evrum en 41% í krónum.

Bláa lónið tók á móti 1,3 milljónum gesta á árinu. Velta fyrirtækisins nam 102,3 milljónum evra eða 12,3 milljörðum króna. EBITDA nam 39,3 milljónum evra eða 4,7 milljörðum króna. EBITDA-hlutfall 38,4%. Arðsemi eiginfjár var 40,1%.

Eignir Bláa lónsins námu 138,7 milljónum evra eða 16,7 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall var 55,8%. Handbært fé frá rekstri nam 35,5 milljónum evra eða 4,3 milljörðum króna.

Á aðalfundi Bláa lónsins sem haldinn var 20. júní síðastliðinn var samþykkt að greiða arð til hluthafa að fjárhæð 16 milljónir evra eða 1,9 milljarða króna. Bláa lónið er að mestu leyti í eigu HS Orku (30%), lífeyrissjóða og félags í eigu Gríms Sæmundsen og Edvards Júlíussonar.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir árið 2017 hafa verið ár uppbyggingar hjá fyrirtækinu.

„Bláa Lónið er upplifunarfyrirtæki. Allar okkar fjárfestingar í gegnum árin hafa miðað að því að byggja upp starfsemi í kringum einstaka upplifun gesta okkar. Árið 2017 var ár uppbyggingar og breytinga hjá Bláa Lóninu. Í upphafi ársins voru gerðar mikilvægar umbætur á baðsvæði Bláa Lónsins, unnið var að stækkun skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir  á nýju hóteli og upplifunarsvæði; The Retreat at Blue Lagoon Iceland.

Samhliða þessum stóru verkefnum hélt kjarnastarfsemi Bláa Lónsins áfram að vaxa. Starfsmenn tóku á móti 1,3 milljónum gesta og unnið var að þróun og umbótum í starfi félagsins á öllum sviðum.

Eins og við var að búast hefur dregið úr fjölgun ferðamanna hingað til lands, enda var flestum orðið ljóst að tugprósenta árlegur vöxtur í fjölgun ferðamanna var engan veginn sjálfbær hvað varðar hagsmuni greinarinnar og samfélagsins.

Nú reynir á að fyrirtækin sýni ábyrgð og aðlagi sig að breyttum aðstæðum. Mikilsvert er að hvergi verði slakað á í gæðum upplifunarinnar né öryggi gesta. Þar þurfa allir hagsmunaaðilar að axla ábyrgð, bæði þjónustuaðilar og stjórnvöld.

Við hjá Bláa Lóninu erum staðráðin í að halda áfram að fjárfesta í einstakri upplifun okkar gesta og leggja þannig okkar að mörkum í þessu mikilvæga verkefni.“

Stikkorð: Bláa lónið uppgjör
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is