Sala á Blackberry dróst saman um 21% á síðasta ársfjórðungi sem lauk í byrjun mars.

Auknar vinsældir iPhone frá Apple og "android" síma hafa orðið til þess að Blackberry símar virðast gamaldags. Afkoma RIM, kanadíska framleiðenda Blackberry hefur ekki verið góð undanfarið. Í kjölfarið hafa stjórnendur fyrirtækisins tilkynnt að þeir hyggist hverfa af neytendamarkaði og einblína á sölu til fyrirtækja.