Blásið verður til stórtónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í kvöld, þegar Eimskip fagnar 100 ára afmæli sínu. Fyrirtækið var stofnað á fjölmennum fundi í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 17. janúar 1914.  Við hittum Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips, sem var í afmælisskapi í Hörpunni í dag.

Þá verða tónleikarnir, sem fram fara í kvöld, sýndir í Ríkissjónvarpinu í vor. Einnig mun koma út bók um sögu Eimskips.