Blátjörn hefur gengið frá kaupum á 5% hlut í Tryggingamiðstöðinni, að er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Nýlega greindi Blátjörn um kaup á 32,92% hlut í Tryggingamiðstöðinni og á því nú 37,92%.

Fyrr í dag greindi vefur Viðskiptablaðsins frá því að Jón Kristjánsson, stjórnarmaður í Blátjörn, hafi keypt hlut í Tryggingasmiðstöðinni og vitnað er í tilkynningu hjá Kauphöllinni. Sú frétt hefur nú verið fjarlægð af vef Kauphallarinnar en um sama eignarhlut er að ræða.

Blátjörn er í eigu Sunds (49%) Hansa (24,5%), Novator (24,5%) og Hersis-ráðgjafar og þjónustu ehf. (2%).