Tryggingafélagið VÍS hefur tapað meira en 200 milljónum á fjár festingu sinni í færeyska sjávarútvegsfyrirtækinu Faroe Seafood, að því er Guðmundur Örn Gunnarsson, for-stjóri VÍS, segir. Félagið á nú í rekstrarvandræðum og hefur átt í samningum við kröfuhafa sína undanfarin misseri.

VÍS á enn hagsmuni undir sem nema um 80 milljónum. Guðmundur segist líta svo á að blekkingar stjórnenda færeyska félagsins hafi valdið hluthöfum miklu tjóni.

VÍS er annar stærsti hluthafinn í félaginu með tæplega 20% hlut. P/F No- tio Framtaksfelag er stærsti hluthafinn með 48,5%. Framtak er þriðji stærsti hluthafinn með 17,5% og félagið Sp/f fjórði stærsti með 7,5%.