Gríðarleg óvissa ríkir um það hvernig lánsfjármarkaður hér innanlands mun þróast á árinu.

Fjármálaráðuneytið vinnur nú að því að meta lánsfjárþörf ríkissjóðs en ljóst er að erfitt verður að anna þörf ríkis, sveitarfélaga og orkufyrirtækja hér innanlands, auk annarra sem þurfa að sækja fjármagn.

Almennt er gengið út frá því að erlendir lánsfjármarkaðir séu lokaðir, en menn eru hins vegar sammála um að það gæti haft veruleg áhrif ef ríkissjóður gæti fengið erlent lán og notað það til að kaupa krónur, enda aldrei ódýrara en nú.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .