*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 31. október 2014 18:30

BM Vallá tapaði 23 milljónum

Mun betri afkoma en árið 2012

Ritstjórn
Afkoma BM Vallár skánaði á síðasta ári
Aðsend mynd

BM Vallá tapaði rúmlega 23 milljónum króna á síðasta ári, sem er mun betri afkoma en árið 2012. Þá tapaði félagið rúmlega 126 milljónum króna. 

Eignir félagsins námu samtals rúmlega 1,8 milljörðum króna í lok árs og skuldir þess rúmlega 1,4 milljörðum. Eigið fé nam því 410 milljónum króna í lok ársins.

Aukin vörusala skilaði félaginu meiri tekjum, eða tæplega fjögur hundruð milljónum meira en árið 2012. Þá var ráðist í hagræðingaraðgerðir og fjármálasvið félagsins fært yfir í eignarhaldsfélagið Hornstein ehf. Ekki var greiddur út arður á árinu vegna rekstrarins í fyrra.